Skip to main content

Framleiðslan

Elkem Ísland framleiðir og selur kísilmálm með um 75% kísilinnihaldi sem blandaður er með járni (FeSi) og er sérhæfður til íblöndunar í stáliðnaði og í járnsteypu um allan heim. Áhersla og aðalframleiðsla fyrirtækisins eru sérhæfðar afurðir sem notaðar eru til framleiðslu á sérhæfðum hágæða stálafurðum framtíðarinnar.

Elkem Ísland framleiðir einnig og selur kísilryk sem notað er sem íblöndunarefni í sement og steypu hérlendis og erlendis. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið þróað og aukið við vöruframboð sitt til að koma til móts við síbreytilegar þarfir markaðarins og þar með hefur opnast möguleiki á að þjóna stærri mörkuðum.

Dæmi um vörur sem innihalda 75% kísilmálm frá Elkem Ísland eru m.a. rafmagnsstál fyrir spenna og rafmótora sem notaðir eru í rafmagnsbíla, hástyrktarstál fyrir vindmyllur, ryðfrítt stál fyrir farartæki, hnífapör, kúlur, legur, byggingarstál.

Fyrirtækið uppfyllir skilyrði um bestu fáanlegu tækni (BAT) og bestu umhverfisvenjur (BEP). 

Í verksmiðju Elkem Ísland eru þrír ljósbogaofnar, tveir 37 MW og einn 47 MW. Í ofnunum hvarfast kvars og járngrýti við kolefni og myndar fljótandi kísilmálm. Ofnarnir eru hálflokaðir með reykhettu. Afsog frá ofnum fer um kælivirki og reykhreinsivirki, þar sem kísilryk er hreinsað frá með pokasíum. Hreinsað afsog fer út í andrúmsloftið í gegnum mæni síuhúsanna. Hreinsað afsog inniheldur m.a. lofttegundirnar kolefnistvíoxíð, brennisteinstvíoxíð og nituroxíð. Fljótandi kísilmálmi, um 1700°C heitum, er tappað úr ofnunum í deiglur. Kísilmálmurinn er annars vegar steyptur beint út í hleifa eða steyptur beint út og malaður. Ryk sem fellur til við mölun á kísilmálmi er endurunnið með því að bæta því við kísilmálminn fyrir útsteypingu sem íblöndunarefni. Málmurinn er kældur með vatni til að flýta fyrir storknun og auka styrkleika hans. Við það myndast vatnsgufa sem safnað er saman og blásið er upp úr verksmiðjunni. Gufustrókurinn sést reglubundið frá verksmiðjunni allan sólahringinn í takt við útsteypingu kísilmálmsins. Hleifarnir eru síðan malaðir, efnið sigtað og loks flutt til útlanda með skipum til viðskiptavina. Ofnarnir eru að jafnaði í rekstri allan sólarhringinn allt árið um kring að undanskildum stuttum viðhaldsstoppum.

Framleiðsluferlið í myndum

Uppgötvaðu allt um framleiðsluferlið í myndum. Teikningarnar eru eftir Þorstein Hannesson, sérfræðing hjá Elkem á Íslandi.

 

Framleiðsluferlið á kísiljárni

Til fá frekari upplýsingar um framleiðslu á kísiljáni þá er hægt að hlaða niður þessum bæklingi hér

Contact us

Take your business to the next level by partnering with a world-leading material manufacturer.