Mannauður
Okkar markmið er að skapa heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þau eru auðlind okkar og lykillinn að því að ná árangri
Elkem Ísland er traustur og eftirsóknarverður vinnustaður. Áherslur fyrirtækisins er að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi. Hjá Elkem starfa einstaklingar með mismunandi hæfileika, áherslur og bakgrunn og hefur það skilað Elkem góðum árangri ásamt því að styðja við gildi fyrirtækisins um stöðugar framfarir. Elkem Ísland leggur mikla áherslu á aðbúnað starfsfólks og öryggi þess ásamt sterkri fyrirtækjamenningu, hollustu, þjálfun og fræðslu. Hjá okkur starfa að jafnaði um 170 manns og eru 85% starfsfólksins búsett í nærliggjandi sveitarfélögum. Stór hluti starfsfólks hefur unnið hjá fyrirtækinu í yfir 20 ár og hafa nokkrir náð 40 ára starfsaldri, en þeir voru við störf þegar verksmiðjan hóf rekstur.
Elkem Ísland starfrækir skóla fyrir starfsmenn sem spannar þrjár annir og er yfirgripsmikið nám um rekstur og tækni í kísilmálsframleiðslu. Sátt og heilindi gagnvart starfsmönnum, samfélaginu og umhverfinu eru í hávegum höfð og stuðlað er að opnum og heiðarlegum samskiptum innan fyrirtækisins, sem sést til dæmis á því að Elkem Ísland var eitt fyrsta fyrirtækið í sinni grein sem hlaut jafnlaunavottun.
Elkem Ísland hefur vinnubrögð straumlínustjórnunar að leiðarljósi sem miðar að því að skilgreina fagleg vinnubrögð, gera áskoranir sýnilegar og draga úr sóun í ferlum með því að efla starfsfólk við úrlausn vandamála. Þannig finnur starfsfólk sjálfbærar lausnir sem er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að umbótum í umhverfismálum sem þurfa að vera varanlegar. Fyrirtækið vinnur þess vegna markvisst að því að allar lausnir séu ekki einungis jákvæðar fyrir umhverfið heldur hafi einnig jákvæð fjárhagsleg áhrif og festist þar með í sessi.
Leiðarljós mannauðsstefnu Elkem Ísland:
- Starfsfólk Elkem Ísland er auðlind okkar og lykillinn að farsælu starfsumhverfi og árangri. Við leggjum áherslu á að skapa sterka liðsheild, jöfn tækifæri, gagnkvæma virðingu, fjölbreytta þekkingu og metnað í starfi.
- Við stöndum faglega að ráðningum og leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur öflugt og traust fólk með fjölbreytilegan bakgrunn. Við sköpum tækifæri fyrir einstaklinga til að vaxa og þróast í starfi.
- Elkem er öruggur og jákvæður vinnustaður þar sem velferð starfsmanna er í fyrirrúmi. Við vinnum eftir jafnréttisáætlun og einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin undir neinum kringumstæðum.
- Við búum til umhverfi sem stuðlar að jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum þar sem gagnkvæm virðing ríkir. Við berum sameiginlega ábyrgð á góðum starfsanda og leggjum okkur fram við að styðja hvert annað.
Ertu í atvinnuleit?
Við erum alltaf í leit að öflugu og hæfileikaríku fólki í fjölbreytt störf hjá Elkem Ísland
Contact us
Take your business to the next level by partnering with a world-leading material manufacturer.